Back to All Events

Andrými í litum og tónum

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.

Efnisskrá:

Georg Friedrich Händel:

IX. Sonate A-moll (Hallenser Sonate nr.1)
Adagio
Allegro
Adagio
Allegro

I. sonate E-moll (op.1, Nr.1a)
Larghetto
Andante
Largo
Allegro
Presto

Flytjendur:
Jón Guðmundsson - flauta
Bjarni Þór Jónatansson - píanó