Þriðja starfsár Andrýmis í litum og tónum

Þriðja starfsár Andrýmis í litum og tónum hóf göngu sína „Í faðmi gömlu meistaranna“ þann 26. febrúar 2016. Þá léku Magnea Árnadóttir, Svafa Bernharðsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir nokkur barokkverk á upprunahljóðfæri fyrir fullan sal þakklátra áheyrenda.

Tónleikar ársins 2016 munu fara fram eins og áður síðasta föstudag hvers mánaðar kl 12:10 og aðgangur verður áfram ókeypis.

Næstu tónleikar verða föstudaginn 29. apríl þar sem Karen Erla Karólínudóttir og Svanur Vilbergsson munu leika tónlist fyrir flautu og gítar undir yfirskriftinni „Hvítasunnudagur“

Andrými í litum og tónum 2015

Í dag voru haldnir síðustu tónleikar Andrýmis í litum og tónum á starfsárinu 2015. Þar með er öðru starfsári tónleikaraðarinnar í Listasafni Íslands lokið. Efnisskráin hefur átt samhljóm með sýningum Listasafnsins á árinu allt frá griðarstaðs Jóns Óskars með vísun í verk hans „Sanctuary“ til vangavelta um samband listarinnar við uppruna sinn. Verkið Britney Whitney Clark Kent er ekki dulargervi, er stútfullt af tilvitnunum í flautubókmenntirnar og sýning A Kassen sem sýnd var í safninu er í heild sinni eftirlíking af sýningu Carnegie Art Award árið 2014.

Aðrar efnisskrár áttu hljóðlegra samband við myndlistina og létu áhorfendum og áheyrendum um að móta sjónræna og hljóðræna skynjun. Gáfu leyfi til að njóta listarinnar í rýminu rétt fyrir helgi. Að íhuga vinnuvikuna og safna kröftum. Haydn og Hoffmeister. Að ná tengslum við tilveruna í lok vinnuvikunar í lok mánaðarins. Elín Gunnlaugsdóttir og Nína Tryggvadóttir. Að núllstilla hugann. Eða bara að eiga frið fyrir áreiti umheimsins í smá stund. Að anda.

 

Eftirtaldir hljóðfærarleikarar komu fram í Andrými og litum og tónum árið 2015:

Arnhildur Valgarðsdóttir - píanó, Ástríður Alda Sigurðardóttir - pianó, Berglind María Tómasdóttir -  flauta,  Berglind Stefánsdóttir - flauta, Björn Davíð Kristjánsson - flauta, Dagný Marinósdóttir - flauta, Emilía Rós Sigfúsdóttir - flauta, Hallfríður Ólafsdóttir - flauta, Jón Guðmundsson - flauta, Júlíana Rún Indriðadóttir -  píanó, Karen Erla Karólínudóttir - flauta, Kristrún Helga Björnsdóttir - flauta, Maria Cederborg - flauta, Pamela De Sensi - flauta, Sigurgeir Agnarsson -  selló,  Þröstur Þorbjörnsson - gítar.

 

 

Við viljum þakka Listasafni Íslands samstarfið og öllum þeim sem lögðu tónleikaröðinni lið á starfsárinu. Kærar þakkir Björg Erlingsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Snorri Már Snorrason. Þakkir til áheyrenda fyrir gott hljóð og góða samveru. Sjámst á nýju ári!

New Release í Gerðarsafni í Kópavogi

Íslenski flatukórinn er hluti af verkinu Relief sem sjá má á sýningunni New Release sem stendur nú yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. New Relese var opnuð sem hluti af listahátíðinni Cycle sem var haldin í fyrsta skipti í ágústmánuði síðastliðnum.

Niðurlag Nadims Sammans sýningarstjóra um sýninguna hljóðar svo:

„... Þegar við skoðum alheimstónlist og allar hennar birtingarmyndir, hvað skilur á milli hljófæris og upplifunar - þess mannlega og hins ómannlega? NEW RELEASE spilar með þessar hugmyndir“

Verkið er samstarfsverkefni tónskáldsins Þráinns Hjálmarssonar og listamannsins Sigðurar Guðjónssonar. Jóhannes Dagsson skrifar um verkið:

"Mass that reshapes itself into a group of individuals, but only for a few moments. For a few moments we can sense the causal relationship between player and sound, for a moment we are looking at a picture of individuals performing in harmony, but quickly the mass takes over the image again. Now it is not only vision but the other senses as well that are being affected. The sculpting, the demarcation between ground and subject takes the form of sound and image carving out a space for the next event to take place."
 



Sýningin stendur til 11. október 2015.


Ný heimasíða / New website!

Í dag hefur nýrri heimasíðu Íslenska flautukórsins verið hleypt af stokkunum. Íslenski flautukórinn hefur skipað sér sess meðal fremstu tónlistarhópa við flutning nútímatónlistar á Íslandi og stendur fyrir kammertónleikaröð í Listasafni Íslands. Hér verður hægt að fylgjast með verkefnum og eiga samskipti við Íslenska flautukórinn. Fylgist líka með á Facebook!

 

Today we are launching our new website. The Icelandic Flute Ensemble is among the leading Icelandic music ensembles in promoting and preforming contemporary music. This will be a platform for communication and information on future projects of the IFE. Follow us on Facebook!