Þriðja starfsár Andrýmis í litum og tónum

Þriðja starfsár Andrýmis í litum og tónum hóf göngu sína „Í faðmi gömlu meistaranna“ þann 26. febrúar 2016. Þá léku Magnea Árnadóttir, Svafa Bernharðsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir nokkur barokkverk á upprunahljóðfæri fyrir fullan sal þakklátra áheyrenda.

Tónleikar ársins 2016 munu fara fram eins og áður síðasta föstudag hvers mánaðar kl 12:10 og aðgangur verður áfram ókeypis.

Næstu tónleikar verða föstudaginn 29. apríl þar sem Karen Erla Karólínudóttir og Svanur Vilbergsson munu leika tónlist fyrir flautu og gítar undir yfirskriftinni „Hvítasunnudagur“