Andrými í litum og tónum 2015

Í dag voru haldnir síðustu tónleikar Andrýmis í litum og tónum á starfsárinu 2015. Þar með er öðru starfsári tónleikaraðarinnar í Listasafni Íslands lokið. Efnisskráin hefur átt samhljóm með sýningum Listasafnsins á árinu allt frá griðarstaðs Jóns Óskars með vísun í verk hans „Sanctuary“ til vangavelta um samband listarinnar við uppruna sinn. Verkið Britney Whitney Clark Kent er ekki dulargervi, er stútfullt af tilvitnunum í flautubókmenntirnar og sýning A Kassen sem sýnd var í safninu er í heild sinni eftirlíking af sýningu Carnegie Art Award árið 2014.

Aðrar efnisskrár áttu hljóðlegra samband við myndlistina og létu áhorfendum og áheyrendum um að móta sjónræna og hljóðræna skynjun. Gáfu leyfi til að njóta listarinnar í rýminu rétt fyrir helgi. Að íhuga vinnuvikuna og safna kröftum. Haydn og Hoffmeister. Að ná tengslum við tilveruna í lok vinnuvikunar í lok mánaðarins. Elín Gunnlaugsdóttir og Nína Tryggvadóttir. Að núllstilla hugann. Eða bara að eiga frið fyrir áreiti umheimsins í smá stund. Að anda.

 

Eftirtaldir hljóðfærarleikarar komu fram í Andrými og litum og tónum árið 2015:

Arnhildur Valgarðsdóttir - píanó, Ástríður Alda Sigurðardóttir - pianó, Berglind María Tómasdóttir -  flauta,  Berglind Stefánsdóttir - flauta, Björn Davíð Kristjánsson - flauta, Dagný Marinósdóttir - flauta, Emilía Rós Sigfúsdóttir - flauta, Hallfríður Ólafsdóttir - flauta, Jón Guðmundsson - flauta, Júlíana Rún Indriðadóttir -  píanó, Karen Erla Karólínudóttir - flauta, Kristrún Helga Björnsdóttir - flauta, Maria Cederborg - flauta, Pamela De Sensi - flauta, Sigurgeir Agnarsson -  selló,  Þröstur Þorbjörnsson - gítar.

 

 

Við viljum þakka Listasafni Íslands samstarfið og öllum þeim sem lögðu tónleikaröðinni lið á starfsárinu. Kærar þakkir Björg Erlingsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Snorri Már Snorrason. Þakkir til áheyrenda fyrir gott hljóð og góða samveru. Sjámst á nýju ári!