Back to All Events

Adrými í litum og tónum - „Sóló“

  • Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7 Reykjavík Iceland (map)

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.
Aðgangur er ókeypis.

Flytjandi:
Hafdís Vigfúsdóttir

Efnisskrá:

J.S. Bach (1685 - 1750): Partita í a-moll
I. Allemande
II. Corrente
III. Sarabande
IV. Bourrée Anglaise

Luciano Berio (1925 - 2003): Sequenza I (1958)

Þorkell Sigurbjörnsson (1938 - 2013): Níu (samhverfar) rissur

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytissins.