Back to All Events

Flautur með framandi brag: ÍFL og Metropolitan Flute Orchestra

  • Harpa Austurbakki Reykjavík, 101 Iceland (map)

The Metropolitan Flute Orchestra frá Boston Massachusetts og Íslenski flautukórinn halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu kl. 19:30, miðvikudaginn 18. júlí. Á efnisskránni eru verk eftir J. Sibelius, E. Grieg, F. Mendelsohn, Manuel De Falla, Kolbein Bjarnason, Báru Grímsdóttur auk tónlistar eftir bandarísk tuttugustu aldar tónskáld. Í hljómsveitinni eru rúmlega þrjátíu flautuleikarar og leika þeir á sjö mismunandi gerðir af þverflautum, allt frá piccolo niður í kontrabassaflautu og spannar hvorki meira né minna en 6 áttunda raddsvið. Óhætt er að búast við einstökum hljómi og afar vönduðum tónlistarflutningi frá þessum glæsilega hópi.

Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1998 og hefur á farsælum ferli farið í tónleikaferðir um öll Bandaríkin auk þess að ferðast um England, Skotland, Írland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Pólland, Slóvakíu og Tékklands. Stjórnandi hópsins er Paige Dasher Long, sem er þekkt fyrir störf sín sem stjórnandi og tónskáld auk þess að koma fram á hátíðum kenna sem gestur við tónlistarháskóla. Hljómsveitin kemur einnig fram á tónleikum í Skálholti 19. júlí kl. 20.00 og í Hofi, Akureyri, 21. júlí kl 20.00.

Efnisskrá:

Jean Sibelius (186-1957): Endurkoma Lemminkainen
(úts. fyrir flautusveit: Paige Dashner Long)

Deborah Anderson (f. 1950): Fire and Ice and Other Miracles

Manuel de Falla (1876-1946): Elddansinn
(úts. fyrir flautusveit: Shaul Ben-Meir)

Felix Mendelssohn (1809-1847): Scherzo úr Draumi á Jónsmessunótt
(úts. fyrir flautusveit Y. Takama)

Laurence Dresner (f. 1955): Transgressions and Permutations

Phyllis Avidan Louke (f. 1954): Canyon Dreams

Jonathan Cohen (f. 1954): Metropolitan Contrarians
Með kontrabassaflautudeild Metropolitan Flute Orchestra

Paige Dashner Long (f. 1955): Eventide Soliloquy
Í minningu sonar míns, Sean Callan MacDonald

Paige Dashner Long (f. 1955): Flutenado

Edvard Grieg (1843-1907): Pétur Gautur, úr svítu 1
(úts. fyrir flautusveit: Shaul Ben-Meir)
Dögun
Dauði Ásu
Dans Anitru
Í höll Dofrakonungsins

Kolbeinn Bjarnason: Fimm söngvar
I: Fyrir Fukushima-san 1
II: Fyrir Atla Heimi
III: Fyrir Taffanel og Gaubert
IV: Fyrir Webern ... eins og vals í fjarska ...

Bára Grímsdóttir: Ég vil lofa eina þá

Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr, himna smiður

Ísl. þjóðlag í úts. John Speight: Kvölda tekur

Þorkell Sigurbjörnsson: Nú rennur sól í haf

Stjórnandi MFO: Paige Dashner Long
Sjórnandi ÍFL: Hallfríður Ólafsdóttir
Jeffrey Ash og Claudia Pearce slagverk


Íslenski flautukórinn var stofnaður árið 2003 og kom fyrst fram opinberlega á tónleikum á Myrkum músíkdögum sama ár. Kórinn hefur á að skipa landsliðinu í flautuleik en meðlimir leika m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni, Caput og Aton. Efnisskrá flautukórsins samanstendur að mestu leyti af nútímatónlist og hefur hann frumflutt þó nokkur ný verk. Kórinn hefur til að mynda pantað og frumflutt verk eftir Þuríði Jónsdóttur (Refill, 2003), Steingrím Rohloff (Artificial Space, 2005), Malin Bång (Ljómi, 2006), Sigurð Flosason (Flautuspuni, 2005) og Huga Guðmundsson (Lux 2009). Það verk í örlítið breyttri mynd var svo tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2011.

ÍFL komið fram á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum, Norrænum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, Menningarnótt, Tectonics, 15:15 tónleikaröðinni og Listahátíð í Reykjavík. Þá hefur Íslenski flautukórinn fengið fræga listamenn til liðs við sig. Flautuleikararnir Ian Clarke, William Bennett og Matthias Ziegler hafa komið til landsins og haldið bæði námsskeið fyrir flautunemendur og tónleika með Íslenska flautukórnum. Árið 2009 var hópnum boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York og flutti Íslenski flautukórinn þar íslenska tónlist við góðan orðstír. Í mars 2011 hélt Íslenski flautukórinn tónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Árið 2015 var ÍFL boðið að spila á flauturáðstefnu ítölsku flautuakademíunar í Róm; Flautissimo.