Back to All Events

Í minningu Þorkels Sigurbjörnssonar

  • Norræna húsið 11 Sæmundargata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Íslenski flautukórinn heiðrar minningu Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds með tónleikum sunnudaginn 22. apríl í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu.

Í ár hefði Þorkell fangað áttræðisafmæli sínu, en hann lést fyrir fimm árum síðan. Áhrif Þorkels á íslenska tónlistarsögu eru ótvíræð og við flautuleikarar eigum honum sérstaklega mikið að þakka því hann skrifaði fjölda verka þar sem flautan fær að njóta sín, bæði ein og í samleik með öðrum. Þorkell átti í farsælu samstarfi við marga frábæra flautuleikara um ævina, m.a. Manuelu Wiesler, Robert Aitken og Averil Williams. Mörg verkanna sem flutt verða á þessum tónleikum urðu til úr samstarfi þeirra. Á tónleikunum er ætlunin að gefa góða innsýn í höfundarverk Þorkels með áherslu á flautuna og lofum við frábærri tónlist í flutningi sautján listamanna, Íslenska flautukórsins og gesta þeirra. Hallfríður Ólafsdóttir mun halda um tónsprotann. 

Miðasala er við innganginn og er almennt miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

Efnisskrá

Heyr, himna smiður (úts. Martial Nardeau)

Rissa I*: Magnea Árnadóttir

Kalais fyrir einleiksflautu (1976)
Berglind María Tómasdóttir

Rissa II*: Áshildur Haraldsdóttir

Dropaspil fyrir tvær flautur (2002)
Hafdís Vigfúsdóttir
Steinunn Vala Pálsdóttir

Rissa III*: Kristrún Helga Björnsdóttir

Sex íslensk þjóðlög (1988)
Berglind Stefánsdóttir, flauta
Auður Hafsteinsdóttir. fiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló

Rissa IV*: Dagný Marinósdóttir

Viennese Jig fyrir 8 flautur (2002)

Rissa V*: Hafdís Vigfúsdóttir

HLÉ


Rissa VI*: Þuríður Jónsdóttir

Til Manuelu fyrir flautu

Magnea Árnadóttir

Rissa VII*: Karen Erla Karólínudóttir

Tvíteymi fyrir flautu og klarinett
Hafdís Vigfúsdóttir
Grímur Helgason

Rissa VIII*: Berglind Stefánsdóttir

Oslóarræll fyrir flautu
Berglind María Tómasdóttir

Rissa IX*: Pamela De Sensi

Ra’s Dozen fyrir 12 flautur (1980)

Nú hverfur sól í haf (úts. Martial Nardeau)

*Rissurnar mynda verkið Níu samhverfar rissur og er fyrir altflautu.

Flautuleikarar:
Áshildur Haraldsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Berglind Stefánsdóttir
Dagný Marinósdóttir
Hafdís Vigfúsdóttir
Ingunn Jónsdóttir
Karen Erla Karólínudóttir
Kristrún Helga Björnsdóttir
Magnea Árnadóttir
Margrét Stefánsdóttir
Pamela De Sensi,
Steinunn Vala Pálsdóttir
Þuríður Jónsdóttir

Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari
Grímur Helgason, klarinettuleikari
Sigurgeir Agnarsson, sellóleikari

Hallfríður Ólafsdóttir, stjórnandi