Tónleikar í minningu Hallfríðar Ólafsdóttur
Íslenski flautukórinn stendur fyrir tónleikum í minningu Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara, stjórnanda og höfundi sem lést þann 4. september 2020 eftir baráttu við krabbamein.
Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju. Á efnisskránni verða tónverk sem flytjendur tengja við minningu Hallfríðar og sem henni voru kær. Á dagskránni verða einnig tvö ný tónverk samin sérstaklega af þessu tilefni af tónskáldum sem hún vann náið með á sínum ferli. Með tónleikunum verður minning hennar heiðruð og leitast eftir því að endurspegla hennar einstöku og fögru sýn á tónlist og lífið sjálft.
Efnisskrá:
Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr himnasmiður
Þórunn Guðmundsdóttir: Hafblik (frumflutningur)
Mozart: Ave Verum Corpus
Hugi Guðmundsson: Lux
Hlé
Bára Grímsdóttir: Ég vil lofa eina þá
Páll Ragnar Pálsson: Ascension (frumflutningur)
Þorkell Sigurbjörnsson: Rá’s dozen
Þorkell Sigurbjörnsson: Nú hverfur sól í haf
Íslenski flautukórinn:
Áshildur Haraldsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Berglind Stefánsdóttir
Björg Brjánsdóttir
Björn Davíð Kristjánsson
Dagný Marinósdóttir
Ingunn Jónsdóttir
Jón Guðmundsson
Karen Karólínudóttir
Lilja Hákonardóttir
Magnea Árnadóttir
Maria Cederborg
Margrét Stefánsdóttir
Pamela De Sensi
Petrea Óskarsdóttir
Sólveig Magnúsdóttir