Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.
Efnisskrá:
Francis Poulenc (1899 – 1963)
Mouvements Perpétuels
I. Assez modéré
II. Trés modéré
III. Alerte
Jacques Ibert (1890 – 1962)
Histoires
La meneuse de tortues d´or
Le Petit ane blanc
Dans la maison triste
La cage cristal
Lamarghande d´eau fraiche
Le cortége de Balkis
Francis – Paul Demillac (1917 - ?)
Petite Suite Médiévale
I – Sicilienne
II – Sonnerie
III – Aprés une page de Rosard
IV - Ronde
Flytjendur:
Karen Erla Karólínudóttir - flauta
Svanur Vilbergsson - gítar
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins.