Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.
1. Øistein Sommerfeldt (1919 - 1994):
Lys Vårmorgen úr Vårlåter fyrir einleiksflautu op. 44
2. Caspar Kummer (1795 -1870)
Flaututríó op. 24, Allegro moderato - Adagio sostenuto - Allegro
3. Carl Reinecke (1824 - 1910)
At Twilight Útsetning Frank Erickson
Flytjendur:
Hallfríður Ólafsdóttir
Berlind Stefánsdóttir
Jón Guðmundsson
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins