Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.
Aðgangur er ókeypis.
Flytjandi:
Kristjana Helgadóttir, flauta
Efnisskrá:
Bunita Marcus (1952) Solo (1982) fyrir einleiksflautu (34’)
Bunita Marcus fæddist 1952 í Madison, Wisconsin, þar sem hún hóf tónlistarnám sitt, sem hún sinnti af miklum krafti. Doktorsnámið stundaði hún 1976-’81 í State University of New York í Buffalo hjá Morton Feldman, en þau voru náin og unnu mikið saman allt til æviloka hans 1987. Tónlist Bunitu Marcus hefur verið flutt á öllum helstu tónlistarhátíðum og -húsum víða um heim. Bunita býr og starfar í Brooklyn auk þess sem hún heldur reglulega fyrirlestra um tónsmíðar, bæði sínar eigin og Morton Feldmans.
“Fyrir mér stendur tónlist fyrir mannlega reynslu. Um það snýst tónlist mín, þ.e. reynsluna af að vera manneskja. Ef geimverur kæmu til jarðar í framtíðinni og vildu skilja hvað það er að vera manneskja, þá held ég að þær komist að því í gegnum tónlistina frekar en nokkuð annað.” BM
SOLO var samið 1982 fyrir flautuleikarann Eberhart Blum, sem frumflutti verkið í Berlín það sama ár. Verkið er yfirþyrmandi flókið á sama tíma og það er einfalt, þ.e.a.s. flókið fyrir hugann en ekki fingurna.
Kristjana hefur unnið með Bunitu Marcus frá því 2010, tekið upp tvo geisladiska sem og spilað tónlistina á tónleikum víða.
Apogee four (1978) fyrir altflautu og slagverk, spilað á tónleikum í Berlín með Matthiasi Engler slagverksleikara og meðspilara í Adapter
Ensemble Adapter – Music For Japan (1983) fyrir flautu, klarinett, hörpu, píanó og slagverk
CD, Single 2010, Þýskaland
Adapter spilaði verkið á Myrkum músíkdögum 2008 í Salnum í Kópavogi sem og í beinni útsendingu á BBC radio 4 á Huddersfield hátíðinni 2016 í Englandi. Verkið verður aftur flutt af Adapter í Berlín í janúar á Ultraschall hátíðinni 2019.
Sugar Cubes
2012 CD/DVD, Testklang, Þýskaland
MERRY CHRISTMAS, MRS. WHITING (1981) fyrir píanó í úts. Morton Feldmans fyrir flautu, klarinett, hörpu, slagverk og píanó
SLEEPING WOMEN (1984) fyrir flautu, fiðlu og píanó
LECTURE FOR JO KONDO (1985) fyrir altflautu, fiðlu, píanó, slagverk, og mögulega talandi rödd
Kristjana Helgadóttir hóf flautunám við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar hjá Kristrúnu Helgu Björnsdóttur, kenndi þar síðar sjálf til fjölda ára, og fór þaðan í Tónlistarskólann í Reykjavík til Bernharðs Wilkinsonar þar sem hún lauk kennaraprófi og burtfararprófi. Að því loknu nam hún við tónlistarháskólann í Amsterdam hjá Abbie de Quant og síðar Harrie Starreveld. Kristjana hefur verið í nútímatónlistarhópnum Adapter frá stofnun hans 2004 og með honum haldið tónleika og masterklassa víða um heim og komið fram á fjölda hátíða. Kristjana lék með Íslenska flautukórnum frá upphafi og í um 7 ár, en eins og segir, einu sinni meðlimur, ávallt meðlimur.
Back to All Events
Earlier Event: May 25
Andrými í litum og tónum - „Oblivion“
Later Event: August 31
Adrými í litum og tónum - „Sóló“